Cantina Giardino

Vínbændurnir og hjónin Daniela og Antonio de Gruttola leiða Cantina Giardino, samstarfsverkefni sex vina í Kampanía héraði. Þeim fannst vera áríðandi að bjarga gömlum vínvið svæðisins úr útrýmingarhættu en sá gamli var og er stöðugt að víkja fyrir nýjum afbrigðum vínviðar sem gefur af sér meiri uppskeru en minna af gæðum, öfugt við gamla vínviðinn. Þau leituðu uppi litla vínbændur sem höfðu ræktað sinn gamla vínvið kynslóðum saman á náttúrulegan hátt án aukaefna og hófu samstarf við þá um framleiðslu vína undir merkjum Cantina Giardino. 2010 fundu þau og keyptu eigin vínekrur með hundgömlum vínvið frá því uppúr 1930 en halda engu að síður áfram að kaupa þrúgur af litlu bændunum í sveitinni í kring.

Þrúgurnar hjá Cantina Giardino eru líka staðbundnar og dæmigerðar fyrir þessa tilteknu sveit með rauðvínsþrúguna Aglianico í broddi fylkingar auk hvítvínsþrúganna coda di volpe, greco og fiano. Þær eru ræktaðar á lífrænan hátt án nokkurra óæskilegra aukaefna. Í víngerðinni heldur náttúrulega ferlið áfram, engin filtering, eingöngu gerjað með náttúrulegum gersvepp og ekkert viðbætt súlfít.

Það sem gerir hvítvínin þeirra einstök er að þau fá öll að dvelja, mislengi, í snertingu við hýði og hrat (rétt eins og rauðvín/rósavín) í mislangan tíma sem gerir þau hreint út sagt mögnuð, djúpgyllt og aðeins tannísk. Svokölluð gulvín “orange wine”.