Farnea

Marco Buratti er bóndinn á bænum Farnea í þjóðgarðinum Colli Euganei, einu rómaðasta vínsvæði Veneto héraðs. Framleiðslan er lítil enda aðeins tveir hektarar lands undir vínrækt. Hjartað er hins vegar stórt. Vínin hans Marco eru náttúruvín frá upphafi til enda. Hann ræktar fjölmargar, ólíkar þrúgur sem hann blandar saman á frumlegan hátt. Í raun býr hann til ótrúlega mörg vín miða hvað framleiðslan er lítil og það þýðir bara eitt, það er allt of lítið til af hverju þeirra (max 60 flöskur koma til landsins af hverri sort sem Vínbóndinn fær).