Fjáröflun

Það er hægt að velja 6 mismunandi tillögur á betra verði fyrir þau sem standa í fjáröflun.

Það er engin lágmarkspöntun sem þarf að gera.

Verðin hér fyrir neðan eru verðin okkar. Þið ráðið álagningunni sjálf.

Það er mikilvægt að hafa samband áður en fjáröflun fer af stað (arnar@vinbondinn.is / s. 693 7165).

Tillaga 1 „heilög þrenning“
Pasta Penne „cappelli“ 500 gr.
Pastasósa „bolognese“ með kjöti 200 gr.
Hvítlauksolía 100 ml.
Verð 2.200 kr.

Tillaga 2 „pastaveisla“
Spaghetti 500 gr.
Tagliatelle 250 gr.
Pastasósa „arabbiata“ með chili 350 gr.
Pastasósa með grænmeti 350 gr.
2.200 kr.

Tillaga 3 „ítölsk klassík“
Ólífuolía (jómfrúar) 500 ml.
Balsamik edik 250 ml.
Grænt pestó 130 gr.
3.500 kr.

Tillaga 4 „morgunkaffið“
Kaffi dökkt (malað) 250 gr.
Hunang „villiblóma“ 400 gr.
Ferskjusulta 270 gr.
3.200 kr.

Tillaga 5 „súkkulaðiveisla“
Mjólkursúkkulaði 100 gr.
Dökkt súkkulaði með sjávarsalti 50 gr.
Súkkulaðihjúpaðar möndlur 100 gr.
1.550 kr.

Tillaga 6 – „krakkapakki“
Skvísa með eplum, perum og jarðarberjum 100 gr.
Skvísa með eplum og bönunum 100 gr.
Súkkulaðihnetukrem 180 gr.
Kex með mjólkursúkkulaði 140 ml.
Valdibella appelsínusafi 200 ml.
2.500 kr.

Hver fjáröflun velur fyrst hvaða tillögur henta best svo Vínbóndinn geti byrjað að undirbúa pöntunarferlið frá framleiðendum eins fljótt og unnt er.

Varan er afhent sem lausavara. Hver fjáröfliun setur í eigin poka/kassa eða annað slíkt.

Í einhverjum tilfellum er varan til á lager og hægt að afhenda hana þegar pöntun liggur fyrir.

Í öðrum tilfellum þarf að panta hana sérstaklega (ef ekki nægur lager til af viðkomandi vörum). Þá yrði hún ekki afhent fyrr en 4-5 vikum eftir að fjáröflunin pantar hjá okkur.

Fyrir utan þessar tillögur er hægt að sérsmíða tillögur fyrir hverja og eina fjáröflun.