Gravner, Josko

Josko Gravner í Friuli er einn af rómuðustu vínbændum Ítalíu. Lítil uppskera per plöntu gefur vínunum meiri dýpt. Það er nostrað við hvert vín í fleiri ár áður en þau eru sett á markað, oftast um 10 ára gömul. Hér rís listin hvernig á að þroska vín sem hæst. Hvítvínin eru öll svokölluð gulvín og fá að vera með hýðinu í fleiri mánuði, jafnvel ár. Anfórur (leirker) eru mikið notaðar í víngerðinni í bland við eikartunnur og helsta þrúgan er hvítvínsþrúgan ribolla.

Mögnuð vín!